is | en

Einar Logi

Einar Logi

Forritari

Hæ, ég heiti Einar!

Ég er forritari, hönnuður og tækniáhugamaður búsettur á Íslandi. Mér finnst gaman að búa til hagnýtar og vel hannaðar lausnir, með sérstakri áherslu á bakendann í Java og Spring Boot. Ég vinn líka með Next.js og TypeScript/JavaScript á framendanum. Ég er forvitinn, og alltaf tilbúinn til að læra eitthvað nýtt.

Þegar ég er ekki að kóða reyni ég að vera virkur, hvort sem það er í hlaupum, að mála Blood Angels herinn minn fyrir Warhammer 40k, eða með því að kíkja online í leik með félögunum af og til. Á veturna nýt ég þess að fara á skíði.

Núna er ég að vinna að JITR, starfsmannalausn sem ég hef verið að byggja frá grunni. Þú getur skoðað hana á jitr.is. Það verkefni hefur gefið mér mikla reynslu, allt frá kerfishönnun til innleiðingar, og ég hef lært mikið með því að prófa mig áfram í verki. Mér finnst gaman að fikta, prófa nýjar hugmyndir og læra á eigin spýtur, og ég er alltaf til í að tengjast fólki. Ef þú vilt spjalla um tækni, eða bara hvað sem er, ekki hika við að senda mér línu á einar@einarlogi.is